Íbúafundur um skipulagsmál í Garði
Íbúafundur um skipulagsmál í Garði verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 21. maí kl. 19:30 í samkomuhúsi bæjarins.
Dagskrá:
1. Aðkoma bæjarins í suðri.
Aðalskipulagsbreyting á hverfi ofan Berghóla.
Fulltrúar frá Kanon arkitektum og VSÓ ráðgjöf munu kynna hugmyndir.
2. Segullinn í norðri.
Skipulag frá Útskálum að Garðskaga.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt mun kynna hugmyndir.
Garðbúar eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um skipulagshugmyndir sem settar eru fram til ábendinga og athugasemda áður en þær eru unnar nánar.
Af www.sv-gardur.is
VF-mynd/Þorgils - Frá gatnagerðarframkvæmdum í Garði