Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundur um kosningu um deiliskipulag í Helguvík
Föstudagur 13. nóvember 2015 kl. 13:25

Íbúafundur um kosningu um deiliskipulag í Helguvík

Opinn fundur um væntanlega íbúakosningu um deiliskipulag í Helguvík verður haldinn í Stapa á fimmtudaginn í næstu viku, 19. nóvember, klukkan 20:00. 

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri mun byrja fundinn og ræða tilurð kosninganna og önnur formsatriði. Guðbrandur Einarsson kynnir sjónarmið Reykjanesbæjar. Dagný Alda Steinsdóttir mun kynna sjónarmið íbúa sem mótfallnir eru deiliskipulagsbreytingum í Helguvík. Að hennar sögn munu tveir aðrir áhugaverðir gestir taka til máls fyrir hönd hópsins. Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, Reykjanesbæjar verður fundarstjóri. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rafræn íbúakosning verður haldin um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík frá klukkan 02:00 þriðjudaginn 24. nóvember til klukkan 02:00 föstudaginn 4. desember næstkomandi. Breytingin á deiliskipulaginu er hluti af samningum sem Reykjanesbær gerði í maí árið 2014 við fyrirtækið Thorsil vegna byggingar kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Deiliskipulagið var samþykkt í bæjarstjórn 2. júní 2015. Í breytingu á deiliskipulagi fólst meðal annars sameining iðnaðarlóða vegna byggingar kísilversins. Nánari upplýsingar um íbúakosninguna má nálgast á vefnum www.ibuakosning.is. Þar má einnig lesa um sjónarmið þeirra sem mótfallnir eru breytingu á deiliskipulagi í Helguvík og sjónarmið bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ.