Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Íbúafundur og netkönnun um Ljósanótt
Fimmtudagur 17. janúar 2019 kl. 09:14

Íbúafundur og netkönnun um Ljósanótt

Ljósanótt verður 20 ára næsta haust og í tilefni þeirra tímamóta er gott að líta yfir farinn veg með framtíðina í huga. Menningarráð hefur því ákveðið að leita til bæjarbúa með tvennum hætti: Annars vegar með því bjóða íbúum til spjallfundar með þjóðfundasniði um hátíðina og framkvæmd hennar í Stofunni í Duus Safnahúsum þriðjudaginn 29. janúar kl. 19.30 og hins vegar að bjóða íbúum að taka þátt í netkönnun þar sem íbúar eru spurðir um viðhorf og upplifun á Ljósanótt.
 
Ertu með hugmynd að viðburði, tónleikum, afþreyingu eða einhverju öðru skemmtilegu á Ljósanótt? Eða langar bara að taka þátt í umræðum. Taktu þátt í íbúafundinum og netkönnuninni, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024