Íbúafundur í Vogum síðdegis
Bæjarstjórn Voga hefur boðað til íbúafundar í Vogum síðdegis í dag. Á fundinum verður tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2009 kynnt og rædd, ásamt tillögu um að verðtrygging höfuðstóls Framfarasjóðs Sveitarfélagsins Voga verði felld niður.
Boðað er til fundarins í Tjarnarsal þriðjudaginn 13. janúar kl. 17.30.