Íbúafundur í kvöld vegna HS
Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ boðar til íbúafundar um málefni Hitaveitu Suðurnesja. Fundurinn verður haldinn í kvöld, mánudaginn 13. júlí kl: 20:00 í Bíósal Duushúsa. Tilefnið varðar kaup bæjarins á landi og auðlindaréttindum, kaup í HS veitum og sölu á hlutum í HS orku, segir í tilkynningu.
Auk bæjarstjóra verða framsögumenn þeir Guðbrandur Einarsson, oddviti minnihluta bæjarstjórnar, Böðvar Jónsson formaður bæjarráðs, Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, og Júlíus Jónsson forstjóri HS.
Fundurinn verður einnig sendur beint út á netinu á reykjanesbaer.is
--
VFmynd/elg.