Íbúafundur í kvöld með bæjarstjóra Reykjanesbæjar
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, boðar til fundar með íbúum Reykjanesbæjar í kvöld, til að skýra frá stöðu mála í ljósi efnahagskreppunnar, kynna mikilvæg verkefni framundan og gefa íbúum kost á að koma að spurningum, hugmyndum og ábendingum. Fundurinn verður haldinn í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefst kl. 18:00.
Fjallað verður um álver í Helguvík, gagnaver, kísilver, auðlindagarð, ferðasegla, frumkvöðlasetur og nýsköpun, hver staða þessara verkefna verður á nýju ári og hvað þýða þau í nýjum störfum.
Eftirtalin erindi verð flutt á fundinum:
Atvinnuleysið – greining, staða og horfur
Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja
Virkjun – sameinuð miðstöð í almennri ráðgjöf við einstaklinga og þróun nýrra atvinnutækifæra.
Hjördís Árnadóttir framkvæmdastjóri Fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar
Byggingamarkaður – staða og lausnir
Halldór Ragnarsson, framkvæmdastjóri.
Viðskipti og verkframkvæmdir í bænum
Guðlaugur Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar
Kísilver
Magnús Garðarsson, framkvæmdastjóri
Auðlindagarður
Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja.
Gagnaver
Þorvaldur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Flugþjónusta – staða og horfur
Elín Árnadóttir, forstjóri FLE ohf.
Ferðaseglar
Einar Bárðarson, verkefnastjóri
Álver
Ágúst Hafberg, framkvæmdastjóri
Frumkvöðlasetur, nýsköpun og ný menntatækifæri
Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Keilis, miðstöðvar vísinda- og fræða.
Pallborð - setið fyrir svörum
Fundarstjóri er Árni Sigfússon bæjarstjóri
VFmynd/elg - Árni Sigfússon boðar til íbúafundar í FS í kvöld.