Íbúafundur í Holtaskóla í kvöld
Íbúafundur með bæjarstjóra verður haldinn í Holtaskóla í kvöld fyrir íbúa sunnan Aðalgötu. Á fundunum verður m.a. fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda. Þá verður farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.Síðasti fundurinn í röð íbúafunda bæjarstjóra verður svo haldinn miðvikudaginn 7. maí í Heiðarskóla fyrir íbúa í Keflavík, norðan Aðalgötu.
Fundurinn hefst kl. 20.00 að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.
Fundurinn hefst kl. 20.00 að því er fram kemur á vef Reykjanesbæjar.