Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 12. maí 2004 kl. 18:51

Íbúafundur í Höfnum í kvöld

Íbúafundur með bæjarstjóra Reykjanesbæjar verður haldinn safnaðarheimilinu í Höfnum í kvöld. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefur boðað til íbúafunda í Reykjanesbæ líkt og gert var á síðasta ári þar sem fjallað verður um helstu verkefnin í bæjarfélaginu á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda.

Farið verður yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara. Fundurinn í Höfnum hefst klukkan 20.00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024