Íbúafundur í Grindavík síðdegis
Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar 2014-2017 var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 29. október sl. Samþykkt var að boða til íbúafundar um fjárhagslega stöðu bæjarins og fjárhagsáætlun næsta árs fyrir seinni umræðuna. Íbúafundurinn fer fram í dag, mánudaginn 11. nóvember kl. 18:00 í Hópsskóla.
Þar verður framsaga og svo fyrirspurnir og umræður. Allir velkomnir og Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta og kynna sér rekstur bæjarfélagsins. Barnapössun á staðnum í Skólaseli, segir í tilkynningu frá bæjarstjóra.