Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Íbúafundur í Grindavík í dag
Fimmtudagur 8. nóvember 2012 kl. 10:38

Íbúafundur í Grindavík í dag

Íbúafundur verður í Grindavík í dag um fjárhagsáætlun 2013-2016 og stefnumótun í rafrænni stjórnsýslu. Fundurinn er fram í Hópsskóla kl. 17:30. Allir eru velkomnir og Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta og kynna sér rekstur bæjarins, hafa áhrif á gerð fjárhagsáætlunar 2013 og taka þátt í stefnumótun fyrir rafræna stjórnsýslu og heimasíðu bæjarins.

Dagskráin er eftirfarandi:

1. Fjárhagsætlun Grindavíkurbæjar:
a. Kynning á forsendum fjárhagsáæltunar og drög að áætlun.
b. Umræður á borðum með virkri þátttöku fundargesta.


2. Stefnumótun í rafrænni stjórnsýslu:
a. Kynning á könnuninni „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011?".
b. Stefnumótun fyrir heimasíðu Grindavíkurbæjar og rafræna
stjórnsýslu. Umræður á borðum með virkri þátttöku fundargesta.


Barnapössun verður á staðnum í Skólaseli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024