Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Íbúafundur Andstæðinga stóriðju í Helguvík
Miðvikudagur 23. ágúst 2017 kl. 05:00

Íbúafundur Andstæðinga stóriðju í Helguvík

Íbúafundur verður haldinn í Stapanum í Reykjanesbæ á morgun, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 19. Andstæðingar stóriðju í Helguvík efna til fundarins. Formaður samtakanna, Einar Már Atlason, setur fundinn en fundastjóri verður Páll Valur Björnsson. Þá flytur Tómas Guðbjartsson erindi um ósnortin víðerni og verðmæti þeirra og Andri Snær Magnason flytur erindi um náttúruvernd. Að því loknu verða pallborðsumræður.

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Umhverfisstofnun munu einnig tjá sig um málið. Formaður samtakanna kynnir fjáröflun og frumsýnir myndband en fundi verður slitið um kl. 22.

Andstæðingar stóriðju í Helguvík hvetja alla til þess að mæta, sýna samstöðu í verki og koma þannig þeim skilaboðum á framfæri að heilsa og lífsgæði íbúa verði látin njóta vafans framar en fjármagnskerfið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024