Íbúafundur á Nesvöllum á miðvikudag
Boðað er til almenns íbúðarfundar um málefni hjúkrunarheimilanna að Nesvöllum og Hlévangi miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.30. Fundurinn verður haldinn í þjónustumiðstöðinni að NESVÖLLUM.
Á fundinum verður samningur og samkomulag Reykjanesbæjar og Hrafnistu/Sjómannadagsráðs kynnt. Starfssemi Hrafnistu, hugmyndafræði og áherslur sem Hrafnista mun vinna eftir á hjúkrunarheimilunum að Nesvöllum og Hlévangi.
Í tilkynningu frá Reykjanesbæ og Hrafnistu er vonast til að sjá sem flest áhugafólk um öldrunarmál.