Íbúafundum með nemendum frestað
Ákveðið hefur verið að fresta íbúafundum bæjarstjóra með grunnskóla- og framhaldsskólanemum fram til haustsins vegna óska nemenda þar um.
Næstu fundir með bæjarstjóra verða því haldnir í kvöld, 16. maí í Holtaskóla og sá síðasti 21. maí í Heiðarskóla.
Að þessu sinni er sent beint út frá fundunum og einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um fundina á vef bæjarins, reykjanesbaer.is.
VF-mynd/Hilmar Bragi - Frá íbúafundi í Akurskóla