Íbúafundir um sameiningu í Garði og Sandgerði
Stýrihópur sem vinnur að úttekt á kostum og göllum sameiningar sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar hefur boðað til íbúafunda í báðum sveitarfélögunum í þessari viku. Fundað verður í Garði á miðvikudag og Sandgerði á fimmtudag.
Í Garði verður fundurinn haldinn miðvikudaginn 22. febrúar í Miðgarði, sal Gerðaskóla frá kl. 19:30 – 21.30.
Í Sandgerði verður fundurinn haldinn fimmtudaginn 23. febrúar í Vörðunni frá kl. 17 – 19.
Dagskrá:
1. Hvers vegna skyldu kostir og gallar við sameiningu bæjarfélaganna Garðs og Sandgerðis kannaðir?
2. Framtíðin – mögulegar sviðsmyndir kynntar.
3. Framtíðaráherslur – hver er sýn íbúa?
Fundirnir eru að sjálfsögðu öllum opnir og vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta. Íbúar sveitarfélaganna eru velkomnir á hvorn fundinn sem er, segir í tilkynningu.