Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundir með bæjarstjóra hefjast í kvöld
Miðvikudagur 9. maí 2007 kl. 09:28

Íbúafundir með bæjarstjóra hefjast í kvöld

Árlegir íbúafundir bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússonar, hefjast í kvöld, 9. maí í Akurskóla kl. 20:00. Annað kvöld verður svo fundur í Njarðvíkurskóla. Það skal tekið fram að þegar fundurinn á morgun hefst verður Eiríkur Hauksson búinn að flytja lag sitt í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva og verða fluttar fréttir af framvindunni í Helsinki á meðan fundi stendur.

Að þessu sinni verða fundirnir allir sendir út í beinni útsendingu á vef bæjarins, www.reykjanesbaer.is en þar verður jafnframt hægt að nálgast frekari upplýsingar að loknum hverjum fundi s.s. hvaða ábendingar og spurningar komu fram og hvernig var þeim svarað.

Á fundunum fer bæjarstjóri yfir það helsta frá liðnu ári og eru fundirnir haldnir í fimm hverfum bæjarins en að auki eru haldnir íbúafundir með grunnskólanemum og framhaldsskólanemum. Á fundinum er tekið á móti ábendingum um það sem betur má fara og jafnframt er farið yfir ábendingar síðasta árs og skoðað hvað hefur verið gert s.s. myndir sem sýna breytingar fyrir og eftir ábendingu.

Einnig verður hægt að senda inn ábendingar rafrænt á netfangið: [email protected].

 

VF-mynd úr safni. Jafnan hafa íbúafundir bæjarstjóra verið vel sóttir.

Texti af www.reykjanesbaer.is

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024