Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Íbúafundir hefjast í kvöld
Þriðjudagur 13. maí 2008 kl. 13:04

Íbúafundir hefjast í kvöld

Fyrsti íbúafundurinn í árlegri yfirreið Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, um hverfi bæjarins verður í Akurskóla í kvöld og hefst kl. 20. Er fundurinn ætlaður íbúum í Innri-Njarðvík.

Bæjarstjóri hefur haft þann sið að hitta íbúa í hverfunum og kynna fyrir þeim áætlanir sem lúta að þeirra nánasta umhverfi. Á fundunum verður m.a. fjallað um helstu verkefni í bænum á sviði umhverfismála, gatnaframkvæmda, skólamála, félagsþjónustu, ferðaþjónustu, menningar, íþrótta og tómstunda.

Þá verður farið yfir framkvæmdir í hverfum og tekið við ábendingum íbúa um það sem betur má fara.

Fundirnir halda áfram á morgun og fimmtudag og lýkur svo í næstu viku. Dagskráin er sem hér segir:
14. maí Íbúafundur í Njarðvíkurskóla
15. maí Íbúafundur í safnaðarheimilinu í Höfnum
19. maí Íbúafundur í Holtaskóla (Keflavík sunnan Aðalgötu)
20. maí Íbúafundur í Heiðarskóla (Keflavík norðan Aðalgötu)
21. maí Íbúafundur í hátíðarsal Keilis (Íbúar á Vallarheiði)

Fundirnir hefjast allir kl. 20:00 og verða sendir út í beinni á www.reykjanesbaer.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024