Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í vímu undir stýrir og ók út af
Föstudagur 8. febrúar 2019 kl. 13:51

Í vímu undir stýrir og ók út af

Átta ökumenn hafa verið teknir úr umferð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum vegna gruns um fíkniefnaakstur það sem af er vikunni. Einn þeirra ók út af á Reykjanesbraut í gærkvöld. Annar hafði áður verið sviptur ökuréttindum ævilangt. Sá þriðji ók ótryggðri bifreið og voru skráningarnúmer fjarlægð af henni.
 
Allir voru ökumennirnir handteknir og færðir á lögreglustöð.
 
Þá voru fáeinir kærðir fyrir hraðakstur. Mældist sá sem hraðast ók á 134 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024