Í vímu, án réttinda og ótryggður
Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af fimm ökumönnum sem ýmist óku sviptir ökuréttindum eða voru grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.
Einn þeirra ók ótryggðum bíl, hafði verið sviptur ökuréttindum og hafði neytt kannabis og amfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Þrír óku undir áhrifum áfengis og reyndist einn þeirra einnig hafa neytt kókaíns. Hinn fimmti ók sviptur ökuréttindum.