Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

I-Stay rekur áfram tjaldsvæðið í Sandgerði
Svona var umhorfs á tjaldstæðinu í ársbyrjun 2017.
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
mánudaginn 18. nóvember 2019 kl. 09:01

I-Stay rekur áfram tjaldsvæðið í Sandgerði

Undirritaður hefur verið samningur milli Suðurnesjabæjar og I-Stay um að I-Stay haldi áfram rekstri tjaldsvæðisins í Sandgerði. I-Stay hefur undanfarin ár séð um rekstur tjaldsvæðisins og staðið að uppbyggingu svæðisins.

Tjaldsvæðið hefur notið mikilla vinsælda, enda er aðstaða þar og þjónusta til fyrirmyndar. Eftir að fyrri samningur um málið rann út, varð að samkomulagi að endurnýja samstarfið og gildir nýr samningur til næstu 10 ára. Jafnframt hefur verið ákveðið að halda áfram uppbyggingu á aðstöðu á tjaldsvæðinu, til að bæta enn frekar þjónustu við ferðafólk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Suðurnesjabær lýsir ánægju með gott samstarf við I-Stay um rekstur tjaldsvæðisins í Sandgerði undanfarin ár og samninginn þar um,“ segir á vef Suðurnesjabæjar.

Samningurinn var endurnýjaður með undirritun Magnúsar Stefánssonar bæjarstjóra og Jónasar Ingasonar fyrir hönd I-Stay.