Í skólann undir eftirliti lögreglu
Lögreglan er með eftirlit við grunnskóla svæðisins nú á fyrsta skóladegi haustsins. Eftirlitið er m.a. til að tryggja að umferð gangi vel við skólana og ekki skapist hætta þegar börn yfirgefa bifreiðar eða fara yfir götu.
Við Háaleitisskóla á Ásbrú gekk allt eins og í sögu í morgun þegar foreldrar fylgdu börnum sínum í skólann þennan fyrsta skóladag. VF-mynd: Hilmar Bragi