Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Í samstarf um skipulagsmál á Miðnesheiði
Hópurinn sem kom að undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar í hádeginu. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 3. júní 2016 kl. 14:13

Í samstarf um skipulagsmál á Miðnesheiði

– „eitt áhugaverðasta atvinnusvæði á Íslandi með tilliti til þróunar á komandi árum“

Reykjanesbær, Sandgerðisbær og Sveitarfélagið Garður undirrituðu samstarfsyfirlýsingu sveitarfélaganna nú í hádeginu. Sveitarfélögin þrjú ná yfir samliggjandi skipulags- og/eða athafnasvæði umhverfis Keflavíkurflugvöll, eitt áhugaverðasta atvinnusvæði á Íslandi með tilliti til þróunar á komandi árum.  

Tilgangur sveitarfélaganna með samstarfsyfirlýsingunni er að skapa ramma utan um samvinnu þeirra um þróun og skipulag svæðisins til framtíðar, með það að markmiði að hámarka virði þess í þágu samfélagsins.

Sveitarfélögin munu eiga samvinnu um framtíðarskipulag og -þróun svæðis, sem sveitarfélögin koma sér saman um að afmarka. Með því verði uppbygging svæðisins markvissari, enda byggð á heildstæðum og stefnumótandi markmiðum.

Á blaðamannafundi við undirritunina kom fram að í framhaldi af undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar tekur til starfa stýrihópur, skipaður bæjarstjórum sveitarfélaganna og einum kjörnum fulltrúa frá hverju þeirra. Stýrihópurinn leiti samstarfs um verkefnið við ríkisvaldið og aðra þá aðila sem þurfa þykir. Þá skili stýrihópurinn tillögum til sveitarfélaganna fyrir lok júní 2016, um um afmörkun þess landsvæðis sem verkefnið nái yfir. Í framhaldi verði unnið að gerð samnings milli sveitarfélaganna og mögulegra samstarfsaðila um verkefnið og framgang þess.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024