Í nógu að snúast hjá flugeldasölum í Grindavík
 Það var í nógu að snúast hjá björgunarsveitarmönnum í Þorbirni í gær þegar flugeldasalan hófst í Grindavík.  Opið verður hjá þeim í slysavarnarhúsinu frá kl. 14 – 22 og 10 – 16 á gamlársdag.  Einnig verður opið á þrettándanum 6. jan.
Það var í nógu að snúast hjá björgunarsveitarmönnum í Þorbirni í gær þegar flugeldasalan hófst í Grindavík.  Opið verður hjá þeim í slysavarnarhúsinu frá kl. 14 – 22 og 10 – 16 á gamlársdag.  Einnig verður opið á þrettándanum 6. jan.
Flugeldasalan er mesta fjáröflunin hjá Björgunarsveitinni en jafnframt fer í hönd hættulegasti tíminn þegar mest er um bruna og augnskaða hjá fólki.
Björgunarsveitarmenn vildu hvetja Grindvíkinga til að styðja við bakið á sveitinni og versla flugelda. Einnig vildu þeir brýna fyrir fólki að fara varlega við meðferð flugelda og vildu beina orðum sínum sérstaklega til foreldra að fylgjast vel með.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				