Í mál vegna gistingar í Njarðvíkurskóla
Tveir útlendingar munu höfða mál gegn íslenskum stjórnvöldum vegna frelsissviptingar og notkun stjórnvalda á svörtum listum vegna heimsóknar Kínaforseta í júní. Nokkrir iðkendur Fanlun Gong hafa leitað til Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns vegna þessara aðgerða. Beinist málið að frelsissviptingu þegar fólkið var flutt í Njarðvíkurskóla þegar það kom inn í flugstöðina, en var formlega ekki enn komið inn í landið. Einnig meðferð lista með nöfnum tiltekinna einstaklinga sem ekki var heimilt að stíga inn í flugvélar Flugleiða. Listinn kom meðal annars frá kínverskum stjórnvöldum. Þeir sem ætla að leita réttar síns fara ólíkar leiðir samkvæmt fréttum Rúv. Hafa tveir leitað til Persónuverndar vegna dreifingar stjórnvalda á svörtum lista yfir fólkið. Er óskað skýringar á tilurð og meðferð listans. Í tveimur tilvikum er óskað eftir að ríkissaksóknari hefji opinbera rannsókn á frelsissviptingu í Njarðvíkurskóla.