Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Í leiðangri um Suðurnesin að stela brotajárni
Mennirnir hugðust einnig taka skipsskrúfu ófrjálsri hendi en hún reyndist of þung. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Þriðjudagur 28. mars 2017 kl. 11:35

Í leiðangri um Suðurnesin að stela brotajárni

- Stöðvaðir á Reykjanesbraut með gaffla af lyftara og loftpressu

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tvo menn sem voru með umtalsvert magn af þýfi í bifreið sinni. Þá var annar þeirra grunaður um fíkniefnaakstur og á hinum fundust meint fíkniefni.
Mennirnir voru að týna ýmsa muni upp í bifreið sína úr geymslu við fyrirtæki í umdæminu þegar eiganda þess var gert viðvart um háttsemi þeirra. Hann reyndi að stöðva för þeirra af staðnum en þeir létu sér ekki segjast. Lögreglu var gert viðvart og stöðvaði hún þá á Reykjanesbrautinni þar sem þeir voru á heimleið úr leiðangrinum á Suðurnesin.

Í bílnum fundust tugir málmeininga, gafflar af lyftara og loftpressa fyrir kælikerfi. Þá höfðu mennirnir haft viðkomu á öðrum stað í umdæminu þar sem þeir hugðust kippa með sér skipsskrúfu en hún reyndist of þung. Þeir játuðu sök og höfðu ætlað að selja þýfið í brotajárn.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024