Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í hraðakstri með kannabis - klippurnar á lofti
Föstudagur 10. júlí 2020 kl. 09:34

Í hraðakstri með kannabis - klippurnar á lofti

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 145 km hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraði er 90 km. Annar sem mældist á 135 km hraða á Reykjanesbraut framvísaði kannabisefnum í plastpoka. Sá þriðji gat ekki sýnt fram á að hann væri með gild ökuréttindi.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024