Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í hraðakstri með fíkniefni
Föstudagur 6. maí 2016 kl. 12:00

Í hraðakstri með fíkniefni

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af þremur ökumönnum í vikunni vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum fíkniefna. Sú reyndist raunin og voru þeir handteknir og færðir á lögreglustöð. Einn þeirra var einnig staðinn að hraðakstri því bifreið viðkomandi mældist á 126 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km hraði. Ökumaðurinn reyndist hafa meðferðis fimm poka, fjóra með kannabisefnum og einn með hvítu dufti. Jafnframt voru skráningarmerki tekin af bifreiðinni því hemlar hennar voru nær óvirkir og framrúðan brotin.

Þá voru á annan tug ökumanna kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 135 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024