Í gæsluvarðhald vegna kortasvika

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni erlendan karlmann sem grunaður er um að hafa ferðast á flugmiða sem svikinn var út á stolið greiðslukort eða kortaupplýsingar. Hann var færður á lögreglustöð þar sem tekin var af honum skýrsla og í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. september næstkomandi.
 
Málið er í rannsókn.