Í gæsluvarðhald í fjórar vikur
Karlmaður sem ruddist inn í úra- og skartgripaverslun Georgs V. Hannah í Reykjanesbæ í síðustu viku vopnaður öxi hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald að beiðni lögreglunnar á Suðurnesjum.
Maðurinn réðst vopnaður inn í verslunina rétt fyrir hádegi síðasta fimmtudag. Þar ógnaði hann starfsfólki og braut innanstokksmuni.
Lögreglan var fljót á vettvang og handtók manninn en þá hafði hann valdið miklu tjóni í versluninni.
Lögrelgan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins.