Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Í gæsluvarðhald eftir meinta kynferðislega áreitni
Laugardagur 21. desember 2019 kl. 10:00

Í gæsluvarðhald eftir meinta kynferðislega áreitni

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni karlmann sem grunaður er um kynferðislega áreitni gagnvart nokkrum ungum stúlkum. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. janúar næstkomandi.

Tilkynningar um meint athæfi mannsins tóku að berast lögreglu undir síðustu mánaðarmót. Þær voru allar á eina lund, að viðkomandi hefði stöðvað bifreið sína þar sem ungar stúlkur voru á ferð í nágrenni grunnskóla sem þær sækja og haft uppi kynferðislega tilburði við þær. Um var að ræða fjórar stúlkur í þremur málum.

Sú sem síðast varð fyrir þessu gat gefið nokkuð greinargóða lýsingu á bifreið mannsins og hafði lögregla upp á honum. Við húsleit hjá viðkomandi aðila fannst ætlað barnaklám.

Maðurinn neitar sök.

Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því er ekki unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024