Í athugun að hafa 5 ára deild í Hópsskóla
Bæjarráð Grindavíkur hefur falið skólamálafulltrúa, í samráði við skólastjóra Hópsskóla, að skoða möguleikann á því að 5 ára nemendum verði boðin skólavist á næsta skólaári, eða frá ágúst 2010 í leikskóladeild við Hópsskóla.
Námið yrði valkvætt fyrir börn og foreldra og greitt fyrir það á sama hátt og við leikskóla í Grindavík. Skólamálafulltrúa og skólastjóra eiga að skila niðurstöðum í lok apríl á næsta ári, samkvæmt sem fram kom á bæjarráðsfundi í gær.
Framkvæmdir við nýjan Hópskóla eru nú á lokastigi og munu 1. og 2. bekkur flytjast þangað um áramótin.