Hvött til að sækja um í Erasmus+ ungmennaskiptaverkefni
Ungmennaráð Grindavíkur hefur áhuga á að taka þátt í ungmennaskiptaverkefnum með öðrum ungmennaráðum í Evrópu. Erindi þess efnis var tekið fyrir á síðasta fundi frístunda- og menningarnefndar Grindavíkur í síðustu viku en Elínborg Ingvarsdóttir, forstöðumaður Þrumunnar, og Melkorka Ýr Magnúsdóttir, starfsmaður Þrumunnar, sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir erindinu.
Frístunda- og menningarnefndin lýsir yfir ánægju með frumkvæði ungmennaráðs og hvetur ráðið til að sækja um Erasmus aðild.


 
	
				 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				