Hvítur bær í morgun
Í morgun var töluverður snjór í Reykjanesbæ og þurftu þeir sem fara akandi í vinnuna að taka fram sköfuna til að skafa snjóinn af rúðunum. Veðrið er hins vegar nokkuð milt, lítill sem enginn vindur og hiti rétt yfir frostmarki.Veðurspá dagsins:
Búist er við stormi á norðvestanverðu landinu. Austan 10-18 og slydda eða snjókoma, en norðaustan 18-23 m/s norðvestantil á landinu. Snýst fljótlega í hægari suðaustanátt sunnanlands, með skúrum eða slydduéljum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, annars vægt frost. Norðan og norðaustan 15-20 m/s og snjókoma eða él á morgun, einkum austanlands, en hægari vindur og skýjað en þurrt suðvestantil á landinu. Frost víða á bilinu 0 til 5 stig.
Af mbl.is!
Búist er við stormi á norðvestanverðu landinu. Austan 10-18 og slydda eða snjókoma, en norðaustan 18-23 m/s norðvestantil á landinu. Snýst fljótlega í hægari suðaustanátt sunnanlands, með skúrum eða slydduéljum. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, annars vægt frost. Norðan og norðaustan 15-20 m/s og snjókoma eða él á morgun, einkum austanlands, en hægari vindur og skýjað en þurrt suðvestantil á landinu. Frost víða á bilinu 0 til 5 stig.
Af mbl.is!