Hvít jól í kortunum
Norðaustan 5-13 við Faxaflóa en hvassari á Kjalarnesi. Léttskýjað að mestu og yfirleitt vægt frost, en kólnar á morgun.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 5-10 m/s og léttskýjað á köflum en hvassari á Kjalarnesi. Hiti um frostmark, en frost 3 til 8 stig á morgun.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s, en hvassari um tíma á Vestfjörðum. Snjókoma eða él víða á landinu, síst þó A-lands. Frost 2 til 12 stig, minnst syðst.
Á fimmtudag (Þorláksmessa):
Austlæg átt með éljum víða um land, eða jafnvel snjókomu S-lands. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins.
Á föstudag (aðfangadagur jóla), laugardag (jóladagur) og sunnudag (annar í jólum):
Líkur á áframhaldandi austlægum áttum með éljum í flestum landshlutum. Dregur smám saman úr frosti.