Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 20. ágúst 2003 kl. 13:50

Hvimleiður tölvuormur á ferðinni

Nýlegur tölvuormur sem nefnist W32/Sobig.F@mm hóf útbreiðslu í gær og hefur þegar valdið miklum usla. Ormurinn sem líkist hefðbundnum tölvuormi hefur þá sérstöðu að hann nýtir sér alla þá bandvídd sem hann kemst í og kemur því út margfalt fleiri skeytum en forverar hans. Ormurinn hefur haft áhrif á fyrirtæki og einstaklinga um allt land og valdið miklu álagi á póstþjóna. „Við höfum stöðvað tugþúsundir sýktra skeyta undanfarinn sólarhring og erum enn að. Álagið mun líklega minnka með tímanum og ormurinn mun loks hætta að dreifa sér 10. september næstkomandi. Við hvetjum fólk þó til að veiruskanna tölvur sínar með nýuppfærðum forritum, svo sem frá Norton, Sophos eða með Lykla-Pétri,“ segir Styrmir Barkarson hjá Netsamskiptum ehf.
Nánari upplýsingar um orminn er að finna á heimasíðu Friðriðks Skúlasonar, framleiðanda Lykla-Péturs, www.frisk.is. Einnig er fólki bent á sækja sér tól til að fjarlægja vírusinn á eftirfarandi heimasíðu: http://securityresponse.symantec.com/avcenter/venc/data/[email protected]]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024