Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvetja til aukins stuðnings við atvinnulausa
Föstudagur 30. janúar 2004 kl. 15:01

Hvetja til aukins stuðnings við atvinnulausa

Á fundi Fjölskyldu- og félagsmálaráðs Reykjanesbæjar sem fram fór sl. mánudag hvatti ráðið stéttarfélög til að auka á markvissan stuðning við atvinnulausa félagsmenn þar sem atvinnuleysi á Suðurnesjum er vaxandi, en 410 einstaklingar eru atvinnulausir á svæðinu. Í fundargerð Fjölskyldu- og félagsmálaráðs segir:
„Í ljósi vaxandi atvinnuleysis hvetur Fjölskyldu- og félagsmálaráð stéttarfélög til að auka á markvissan stuðning við atvinnulausa félagsmenn sína í formi sálgæslu og stuðnings á meðan hver og einn býr við atvinnuleysi.“
Einnig kemur fram í fundargerðinni að langvarandi afleiðingar atvinnuleysis í 6 mánuði eða lengur og endurtekin höfnun um atvinnu geti haft afdrifarík áhrif á sjálfsmynd þeirra einstaklinga sem við atvinnuleysi búa og því sé nauðsynlegt að þeim sé tryggður stuðningur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024