Hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt
Umhverfisviðurkenningar Reykjanesbæjar eru veittar annars vegar einstaklingum og hins vegar fyrirtækjum sem viðurkenning fyrir fallega garða og vel hirtar lóðir og umhverfi. Með viðurkenningum vill Reykjanesbær hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða sinna. Umhverfis- og skipulagsráð fer með framkvæmd verðlaunanna í samvinnu við starfsmenn Reykjanesbæjar. Auglýst er eftir tilnefningum á vefsíðu bæjarins og er unnið úr þeim nafnlaust. Viðurkenningarnar voru afhentar á Ljósanótt.