Hvessir rækilega með slyddu eða snjókomu í kvöld
Á hádegi var sunnan- og suðvestan átt á landinu, 5-13 m/s, hvassast norðantil. Dálítil rigning eða súld, en þurrt að mestu á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast á Seyðisfirði.
Yfirlit: Við Ammassalik er heldur vaxandi 985 mb lægð sem þokast NA, en langt S í hafi er víðáttumikil 1035 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við stormi víða um land.
Vaxandi suðvestanátt með rigningu og síðar slyddu eða snjókomu, einkum vestantil. Suðvestan 15-23 í nótt, él og vægt frost. Léttir til A-lands í fyrramálið og fer að lægja á landinu síðdegis.
Myndin: regndropar á glugga við Hafnargötuna síðdegis. Regnið breytist í slyddu eða snjókomu í kvöld og það hvessir rækilega.