Hvessir með snjókomu í kvöld
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring
Hægviðri og stöku él en víða léttskýjað á morgun. Gengur í suðaustan 13-20 m/s með snjókomu eða slyddu annað kvöld, hvassast við ströndina. Frost 1 til 6 stig, en hlánar smám saman annað kvöld. Búast við versnandi færð S- og V-til á landinu með hvassviðri og snjókomu í kvöld, en slyddu og síðan rigningu í nótt og fyrramálið.