Hvessir með snjókomu í kvöld
Klukkan 6 var suðvestanátt, víða 10-15 m/s en 18-26 á Norðvesturlandi, hvassast á Bergstöðum. Éljagangur, en léttskýjað á austanverðu landinu. Frost 0 til 9 gráður, kaldast á Brú á Jökuldal.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Suðvestan 8-13 m/s en fremur hæg breytileg átt um hádegi. Él. Gengur í norðan 13-20 með snjókomu í kvöld, hvassast vestast. Hægari og styttir upp í nótt. Frost 1 til 6 stig.