Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvessir í kvöld með rigningu
Þriðjudagur 23. september 2008 kl. 09:17

Hvessir í kvöld með rigningu

Spáð er hægri suðlægri átt við Faxaflóasvæðið í dag, en vex í suðaustan 8-13 m/s síðdegis. Allt að 18 m/s um tíma seint í kvöld og fram á nótt. Rigning eða súld með köflum en bætir í úrkomu í kvöld og nótt. Suðvestan 5-10 og skúrir á morgun. Hiti 7 til 11 stig.



Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Á fimmtudag:


Suðvestan 5-10 m/s. Víða léttskýjað á austanverðu landinu, en skúrir eða slydduél vestantil. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast A-lands.



Á föstudag:


Suðlæg átt og rigning, einkum S- og V-lands. Snýst í norðvestanátt um kvöldið. Hiti 7 til 13 stig.



Á laugardag:


Vestlæg átt og léttir til, en skúrir eða slydduél í fyrstu NA-lands. Kólnandi veður í bili.



Á sunnudag:


Hæglætisveður, yfirleitt þurrt og bjart. Hiti 5 til 10 stig, en víða næturfrost í innsveitum.



Á mánudag:


Suðlæg átt með vætu, en þurrt að mestu norðaustantil á landinu. Milt veður.