Hvessir í kvöld
Klukkan 6 var suðvestlæg átt, 8-13 m/s, en hægari austantil. Snjókoma var norðan- og norðaustanlands, skýjað og þurrt að kalla suðaustanlands, en annars var slydda eða rigning. Hlýjast var 4 stiga hiti á útnesjum vestanlands, en kaldast 11 stiga frost á Fonti.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan og vestan 5-13 m/s og rigning. Hvessir heldur í kvöld, en vestan 10-15 og slydduél í nótt. Hiti 0 til 6 stig að deginum.
Af vef Veðurstofunnar