Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvessir í fyrramálið
Þriðjudagur 6. september 2011 kl. 06:33

Hvessir í fyrramálið


Hæg norðaustlæg átt. Skýjað og skúrir, einkum síðdegis við Faxaflóa. Hvessir í fyrramálið, norðan 5-13 m/s á morgun og skýjað með köflum. Hiti 8 til 15 stig í dag en svalara á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg norðlaustlæg átt. Skýjað og stöku skúrir. Hiti 10 til 14 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Norðan 10-18 m/s, hvassast við NA- og A-ströndina. Þurrt á S- og SV-landi, annars rigning, einkum á NA-verðu landinu. Hiti 4 til 14 stig, hlýjast S-lands.

Á fimmtudag: Norðlæg átt, 8-15, hvassast við NA- og A-ströndina. Rigning NA-til og slydda til fjalla, en léttir til S- og V-lands. Dregur úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast syðst. Líkur á næturfrosti í innsveitum.

Á föstudag: Norðlæg átt og áfram bjart veður S- og V-lands bjart, en skýjað NA-lands og dálítil væta. Hiti svipaður.

Á laugardag, sunnudag og mánudag: Útlit fyrir austanátt með vætu og hlýnandi veðri, en úrkomulítið V-lands.