Hvessir í dag
Klukkan 6 var breytileg átt, víða 3-8 m/s. Rigning suðaustanlands og dálítil snjókoma eða él á Norðurlandi, en annars skýjað með köflum. Hiti var frá 6 stigum í Skaftafelli niður í 8 stiga frost í Svartárkoti.
Yfirlit:
Við suðurströndina er dálítið lægðardrag, en um 500 SV af Reykjanesi er 997 mb lægð sem þokast A og grynnist. Skammt V af Írlandi er víðáttumikil 979 mb lægð sem fer NNA.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Norðlæg átt, víða 5-10 m/s í dag. Dálítil snjókoma eða él norðanlands, rigning á suðaustanverðu landinu en skýjað með köflum vestantil. Lægir víðast hvar í kvöld, en vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á morgun, fyrst vestantil. Suðaustan 10-15 og úrkomulítið undir kvöld, en mun hægari breytileg átt og bjart um landið austanvert. Hiti kringum frostmark, en frostlaust við suðurströndina. Hlýnar vestantil síðdegis á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en bætir heldur í vind í dag. Frost yfirleitt 0 til 5 stig. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp á morgun, 10-15 síðdegis. Hiti 1 til 6 stig er líður á daginn.