Hvert stefnir lögreglan?
Það var allt annar tónn á lögreglustöðinni í Keflavík fyrir rétt rúmu ári síðan þegar Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, mætti þangað til að staðfesta skipurit lögreglustjórans á Suðurnesjum. Þá var mönnum ljóst að lögreglan á Suðurnesjum þyrfti á öllum sínum mannskap að halda, enda málum að fjölga. Þrátt fyrir brotthvarf Varnarliðsins var þörf á öllum þeim mannskap sem var undir hatti lögreglustjóra. Íbúum svæðisins fjölgaði hratt og mikil aukning í flugi og umsvif í tengslum við flugið kölluðu á aukinn mannskap. Nú, rétt rúmu ári síðar er embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum gert að skera niður um 450 milljónir króna á næstu tveimur árum.
Til stendur að segja upp 15 tollgæslumönnum, 15 lögreglumönnum og 23 starfsmönnum í öryggisdeild, samkvæmt heimildum Víkurfrétta.
Í kjölfar tíðinda dagsins er rétt að rifja upp viðtal sem Víkurfréttir áttu við Jóhann R. Benediktsson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, í lok janúar 2007. Það má nálgast á þessari slóð: http://www.vf.is/veftv/484/default.aspx