Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. mars 2000 kl. 16:06

Hvers vegna var Ólafs ekki getið?

Jóhann Geirdal (J) benti á, á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar á þriðjudag, að ósamræmi hefði verið í kynningum á dagskrá á opnunarhátíðar Reykjaneshallarinnar. Ræðumenn voru auglýstir og nafngreindir í landsmálafjölmiðlum og bæjarblöðum og bar þeim saman um dagskrá að því undanskyldu að Ólafs Thordersen, formanns Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, var ekki getið í dagskrá bæjarblaðanna. Jóhann fór fram á að frá skriflega útskýringu á því af hverju þessi ruglingur stafaði og hver hefði séð um gerð auglýsingarinnar. „Var það sú staðreynd að formaður ÍRB er jafnframt bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar sem olli því að þeir sem undirbjuggu opnuna gættu þess að hans væri ekki getið þegar auglýst var í staðarblöðum?“, spurði Jóhann og nú er það meirihlutans að svara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024