Hvers vegna Helguvík?
"Greint hefur verið frá því að erlend fyrirtækjasamsteypa hafi ákveðið að reisa verksmiðju til að framleiða hágæða stálpípur. Staðsetningin er Helguvík og mun skapa yfir 200 bein störf", segir Hjálmar Árnason, þingmaður og formaður iðnaðarnefndar Alþingis.Þá bætast við öll afleiddu störfin en margfeldiáhrif, einkum í iðnaði og þjónustu, eru talin vera 40-50 af slíkri starfssemi. Ennfremur kemur fram að hinir erlendi aðilar hafa hug á frekari stækkun þegar fram í sækir. Hér kann að vera um tímamót að ræða fyrir Suðurnesin.
En hvers vegna varð Helguvík fyrir valinu? Bent skal á að fjárfestarnir skoðuðu einnig staði í Svíþjóð, Noregi og hérlendis. Við erum sem sagt ekki bara í samkeppni innanlands heldur einnig alþjóðlegri samkeppni og þar virðast Suðurnes hafa orðið ofan á. Mikilvægt er að vita hvers vegna. Samkvæmt mínum upplýsingum eru nokkur atriði er þarna skipta mestu:
-Lega landsins gagnvart Ameríku og Evrópu.
-Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið.
-Frábær hafnarskilyrði.
-Snögg og góð viðbrögð stjórnenda hafnarinnar.
-Fagleg og hröð vinna MOA.
-Aðgengi að hagkvæmri orku.
-Lifandi framhaldsskóli.
-Stuðningur bæjaryfirvalda og ríkisstjórnar.
Þessi atriði fela í sér að kostir svæðisins og góð heimavinna virðast ætla að skila Suðurnesjum í höfn einu verðmætasta verkefni, sem hingað hefur borist. Mikilvægt er að styðja vel við MOA-fólk og stjórnendur Helguvíkurhafnar á lokasprettinum þannig að samningum verði endanlega lokið.
Hjálmar Árnason,
Form. Iðnaðarnefndar Alþingis.
En hvers vegna varð Helguvík fyrir valinu? Bent skal á að fjárfestarnir skoðuðu einnig staði í Svíþjóð, Noregi og hérlendis. Við erum sem sagt ekki bara í samkeppni innanlands heldur einnig alþjóðlegri samkeppni og þar virðast Suðurnes hafa orðið ofan á. Mikilvægt er að vita hvers vegna. Samkvæmt mínum upplýsingum eru nokkur atriði er þarna skipta mestu:
-Lega landsins gagnvart Ameríku og Evrópu.
-Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið.
-Frábær hafnarskilyrði.
-Snögg og góð viðbrögð stjórnenda hafnarinnar.
-Fagleg og hröð vinna MOA.
-Aðgengi að hagkvæmri orku.
-Lifandi framhaldsskóli.
-Stuðningur bæjaryfirvalda og ríkisstjórnar.
Þessi atriði fela í sér að kostir svæðisins og góð heimavinna virðast ætla að skila Suðurnesjum í höfn einu verðmætasta verkefni, sem hingað hefur borist. Mikilvægt er að styðja vel við MOA-fólk og stjórnendur Helguvíkurhafnar á lokasprettinum þannig að samningum verði endanlega lokið.
Hjálmar Árnason,
Form. Iðnaðarnefndar Alþingis.