Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvernig segir maður sig úr Þjóðkirkjunni?
Fimmtudagur 20. apríl 2006 kl. 12:10

Hvernig segir maður sig úr Þjóðkirkjunni?

VF hafa borist all nokkrar fyrirspurnir frá óánægðum íbúum í Keflavíkursókn, þess efnis hvert fólk skuli leita vilji það segja sig úr Þjóðkirkjunni. Samkvæmt eftirgrennslan VF ber að fylla út eyðublað hjá Hagstofunni en það er hægt að afgreiða á netinu.

Hægt er að fara á vef Hagstofunnar á slóðinni www.hagstofan.is og velja þar til gert eyðublað undir valliðnum Eyðublöð. Þar er smellt á Skráning í trúfélag. Undir þeim lið eru tvö eyðublöð um tilkynningu til þjóðskrár um skráningu einstaklinga í trúfélag eða utan trúfélags. Annað eyðublaðið er fyrir 16 ára og eldri og hitt fyrir yngri en 16 ára. Sömu eyðublöðin eru því notuð hvort sem fólk er að skrá sig í eða úr trúfélagi.
Ef barn yngra en 16 ára er skráð utan trúfélags þurfa forráðamenn að undirrita tilkynninguna og hafi barn náð 12 ára aldri skal það einnig undirrita hana.
Hvað sóknargjöld varðar þá rennur það til Háskóla Íslands ef einstaklingur er hvorki í Þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024