Fréttir

Hvernig miðbæ?
Þriðjudagur 23. maí 2017 kl. 11:26

Hvernig miðbæ?

Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu og skipulag í miðbæ Reykjanesbæjar og má þar nefna reiti við Fischershús og Hafnargötu 12. Þá hefur verslun við Hafnargötuna dalað á sama tíma og straumur ferðamanna hefur verið að aukast.
 
Nokkur umræða hefur verið um uppbyggingu og skipulag í miðbæ Reykjanesbæjar í kjölfar þess að HF húsin við Fischershús voru rifin og fyrirhugaðrar uppbyggingu þar, sem og við Hafnargötu 12, auk þess sem verslun við Hafnargötuna hefur dalað á sama tíma og straumur ferðamanna hefur verið að aukast.
 
Þá kviknar sú spurning hvernig miðbæ íbúar vilja. Hvar er miðbærinn? Að vissu leyti hefur hann færst til þar sem verslun og þjónusta hefur færst nær gömlu bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur. Þá er Reykjanesbær orðið stórt bæjarfélag og áhersla hefur að undanförnu verið lögð á íbúakjarna utan við miðbæ eins og á Ásbrú og í Innri Njarðvík. Nú er hugsanlega tækifæri til þess að líta inn að miðjunni þar sem ímynd sveitarfélagsins er sköpuð og þorpið verður til. Reynslan hefur sýnt að miðbær er alltaf hluti af elstu byggð og tengist sterkt verslun sem hefur verið á Hafnargötunni og við þekkjum það flest að þangað leitum við þegar við ferðumst erlendis. En spurningin er, hvernig er hægt að styrkja þessa miðju svo úr verði raunverulegur miðbær?

Við fengum þrjá aðila með ólík sjónarhorn til þess að ræða mótun miðbæjar en það eru arkitektinn Jón Stefán Einarsson, Eydís Henze, íbúi í gamla bænum, og Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024