Hvernig er veðrið núna?
Það er sagt að á einum degi megi upplifa allar árstíðir í veðri á Íslandi. Ætli það hafi ekki verið hægt á tuttugu mínútum nú áðan. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Víkurfrétta með tuttugu mínútna millibili út um glugga á höfuðstöðvum Víkurfrétta og sýna þær vel hvaða sveiflur geta verið í veðrinu.