Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hvernig er aðkoma landshluta og sveitarfélaga að evrópskum byggðamálum?
Fimmtudagur 17. nóvember 2011 kl. 09:27

Hvernig er aðkoma landshluta og sveitarfélaga að evrópskum byggðamálum?

Kynningarfundur á vegum stækkunarskrifstofu ESB, í samstarfi við samningahóp um byggða- og sveitarstjórnarmál og Samband íslenskra sveitarfélaga verður haldinn á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, Ásbrú, þann 23. nóvember kl. 15:00 til 18:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Markmið fundarins er að kynna evrópsk byggðamál fyrir hagsmunaaðilum heima í héraði, með sérstakri áherslu á aðkomu sveitarfélaga og landshluta að þeim. Tveir sérfræðingar, annars vegar frá Vaxtarráði Borgundarhólms í Danmörku, og hins vegar frá Svæðisráði Oulu-héraðs í Norður Finnlandi, munu fara yfir hvernig staðið er að málum í þeirra löndum. Sveitarstjórnarmönnum, er boðið að taka þátt í fundinum, ásamt fulltrúum atvinnuþróunarfélaga og annarra stoð- og þekkingarstofnana í landshlutanum, svo og aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum svæðisvinnumiðlana.


Áhugasömum er bent á að skrá sig með því að senda póst á [email protected] eða Samtök sveitarfélaga, merktan „Fundarskráning-Byggðir“ fyrir mánudaginn 21. nóvember.